Sýning um hafið

Þriðjudaginn 13. mars var foreldrum elstu barna í Krummakoti og foreldrum nemenda í 1. bekk boðið á sýningu í bekkjarstofu 1. bekkjar. Sýningin var afrakstur þemavinnu í anda söguaðferðar sem hefur verið í gangi síðan í janúar. Vinnan var hluti af samstarfi á milli skólastiga og börnin hafa verið til skiptis í leikskólanum og grunnskólanum. Þemað að þessu sinni var hafið og margt skemmtilegt gerðist í þessari vinnu t.d. fundu börnin flöskuskeyti, bjuggu til fiska og önnur sjávardýr og hafið sjálft. Að lokum komu vatnadísir í heimsókn sem dönsuðu dansa úr hafinu og gáfu börnunum að smakka harðfisk. Hér má sjá myndir frá þemavinnunni um hafið.

Sýning í Íþróttamiðstöð

Í þessari viku verður sett upp sýning í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar með afrakstri þemavinnunnar um hafið.