Hrund gefur út sína fimmtu bók

Nýverið kom út Bókin um Tíslu eftir Hrund Hlöðversdóttur leikskólastjóra á Krummakoti. Í kynningu á bókinni segir:

Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.

Þetta er fimmta kennslubókin sem Hrund gefur út.

 

Bókin um Tíslu