Krummdagur 24. maí

Vorhátíð leikskólans, Krummadagur, verður fimmtudaginn 24. maí klukkan 14:00-16:00. Byrjað verður á sýningu í Laugarborg þar sem börn sýna atriði frá hverri deild. Einnig verða söngatriði og sameiginlegur dans. Eftir sýninguna fara allir í leikskólann þar sem við höldum áfram með hátíðina úti á leikskólalóðinni og inni. Foreldrafélagið býður upp á veitingar og listaverk barnanna verða til sýnis í leikskólanum. Vinsamlegast takið daginn frá og njótið hátíðarinnar með börnum ykkar. Allir velkomnir