Sumarstarfið

Í sumar mun hefðbundið leikskólastarf eins og ferðir í íþróttahús, tónlistartímar og hópastarf liggja niðri en áherslan verður þeim mun meira á útiveru og verkefni sem tengjast umhverfinu og náttúrunni.

Fuglaþema verður vikurnar 4.-15. Júní. Þá fræðast börnin um fugla, fara í vettvangsferðir og skoða fugla og fuglabækur. Við bendum á skemmtilegan fuglavefi sem börn hafa gaman af að skoða:

Félag fuglaáhugamanna Hornafirði www.fuglar.is

Fuglavefurinn. 2007. Vefur unninn í samvinnu Námsgagnastofnunar og Jóhanns Óla Hilmarssonar. http://www1.nams.is/fuglar/

Vikurnar 18. – 29. júní verður síðan skordýraþema í leikskólanum. Þá skoðum við lífheim skordýra, setjum jafnvel upp skordýragildrur og margt fleira skemmtilegt sem tengist þessum smádýrum.