Skrúðganga og fuglaþema

Í dag fórum við í skrúðgöngu um hverfið. Börnin voru ýmist með fána, kórónur með íslenska fánanum og/eða hljóðfæri. Við sungum „Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Það er kominn 17. júní“ auk þess sem þau sungum ættjarðarlög.

 

Fuglaþema

Börnin eru búin að vera að vinna með og fræðast um fugla í tvær vikur og verður unnið með skordýr næstu tvær vikurnar.

Hér má sjá myndiraf afrakstri fuglavinnunar á Öspinni og af skrúðgöngunni í dag.

Starfsfólks Krummakots óskar ykkur öllum gleðilegs  þjóðhátíðardags.