Leikskólinn opnar að nýju

Þriðjudaginn 7. ágúst kl. 12:00 opnar leikskólinn að nýju eftir sumarlokun. Föstudaginn 10. ágúst er starfsdagur allan daginn í leikskólanum. Það er komið til vegna ráðstefnu sem hluti starfsmanna sækir í Reykjavík og flytja þar erindi um söguaðferðina sem verið er að vinna með hér í leikskólanum.
Ný börn byrja í aðlögun mánudaginn 13. ágúst. Deildarstjórar munu hafa samband við foreldra nýrra barna í vikunni og senda þeim aðlögunarskipulag.
Í lok júnímánaðar var ráðinn nýr aðstoðarskólastjóri  leiklskólans Krummakots, Hugrún Sigmundsdóttir. Hún tekur til starfa 4. september en þangað til mun skólastjóri Hrafnagilsskóla Hrund Hlöðversdóttir halda utan um starf leikskólans ásamt deildarstjórunum, Eydísi Elvu á Furunni, Ingu Báru á Björkinni og Sigurveigu og Rósu á Öspinni.

Hér er að finna skóladagatal leikskólans Krummakots 2012-2012
Leikskoladagatal-2012-2013