Dásamleg aðventa

Nú er búið að skreyta leikskólann með ljósum og viðfangsefni barnanna verða æ jólalegri. Sum eru sýnileg á deildum en yfir öðrum hvílir meiri leynd eins og gengur og gerist 🙂
Í vikunni hefur bökunarilm lagt um allan skólann og fyllt vit barna og starfsfólks og eflaust foreldra líka. Hver deild átti sinn bökunardag í matsalnum og ríkti þar ljúf og hugguleg stemning. Í gær fengu svo allir að smakka kökurnar en síðan verða þær geymdar til Litlu jólanna, 18. des. Þann dag eru foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir í leikskólann en það er nýbreytni í Krummakoti og vonumst við til að það mælist vel fyrir. Þeim sem eiga erfitt með að koma er velkomið að senda staðgengil í sinn stað, t.d. afa, ömmu, frænku, frænda eða systkini (12 ára og eldri). Litlu jólin hefjast kl. 14:00 en nánara skipulag kemur síðar. Í næstu viku er svo margt skemmtilegt á döfinni eins og sjá má á viðburðadagatalinu. Við ætlum svo að halda áfram að eiga notalegan desember í leikskólanum með yndislegu börnunum ykkar.

DSC00930