Heimsókn séra Hannesar Blandon

Á mánudaginn fengum við góða gesti í heimsókn en það voru séra Hannes Örn Blandon og nemendur í fyrsta bekk ásamt Margréti kennara. Hannes spilaði á gítar og söng jólalög með okkur og sagði svo sögur af sjálfum sér þegar hann var lítill strákur og var að læra vinsemd og hjálpsemi. Þetta var notaleg samverustund við kertaljós og að lokum var öllum boðið upp á smákökusmakk.

IMG_7732 IMG_7740 IMG_7741