Jólakort frá 1. bekk.

Á mánudaginn notuðu okkar gömlu leikskólanemendur, sem nú eru komnir í 1. bekk, tækifærið og færðu elstu nemendum leikskólans fallegt jólakort sem þau höfðu útbúið. Í kortinu voru myndir af öllum börnunum og höfðu þau skrifað nafnið sitt við sína mynd og greinilega vandað sig. Kortið mun síðan fara í ramma og minna okkur á vini okkar í grunnskólanum. Elstu krakkarnir í Krummakoti eru að útbúa jólakort handa fyrsta bekk og verður útfærslan með svipuðu sniði. Þetta er einn liður í tengingu nemenda leik- og grunnskólans.

IMG_7747 IMG_7750 IMG_7751