Kakóferð í mötuneyti

Í dag bauð starfsfólk mötuneytisins, þau Auður, Kristín og Valdi, leikskólabörnunum í kakó og kleinur. Þetta er ein af jólahefðunum hér í Krummakoti og alltaf tilhlökkunarefni á aðventunni. Á Furunni var slegið upp langborði og drukkið heima í leikskólanum í staðinn fyrir að leggja land undir fót. Það ríkti afskaplega góð stemning á kaffihúsunum og í mötuneytinu tóku nemendur lagið og sungu nokkur jólalög fyrir okkar góða mötuneytisfólk. Á heimleiðinni nutum við froststillunnar með bleikum himni í norðrinu.

IMG_0002

IMG_0006 IMG_0005  
IMG_0005

IMG_0008

IMG_1722

 
IMG_1718 IMG_0003 IMG_0012