Litlu jól í Krummakoti

Þriðjudaginn 18. desember höldum við Litlu jólin hér í Krummakoti. Við borðum hangikjöt og tilheyrandi í hádeginu en klukkan 14:00 eigum við von á jólasveinum í heimsókn. Við munum skiptast á að dansa í kringum fallega jólatréð sem foreldrafélagið gaf okkur. Börnin á Furu og Björk munu byrja á að dansa saman á meðan jólasveinninn heimsækir börnin á Öspinni. Þegar þau hafa dansað nægju sína fara þau á Furuna með Sveinka en börnin á Öspinni skella sér í dansinn. Að þessu búnu verður jólakaffi í boði leikskólans á deildum. Foreldrar eða staðgenglar þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir að vera með okkur frá kl. 14:00.