Heimsókn í Jólagarðinn

Í dag örkuðum við í Jólagarðinn þar sem við fengum höfðinglegar móttökur hjá „Stekkjarstaur“. Gengið var í kringum fallega grenitréð í garðinum og jólalögin sungin. Nemendur úr 6. bekk komu með og voru sérstakir aðstoðarmenn í ferðinni, leiddu litlar hendur og voru í alla staði til fyrirmyndar. Garðurinn var einstaklega fallegur þar sem allt var hrímað í frostinu og auðvelt að heillast af því sem fyrir augu bar. Meðan á dvöl okkar stóð mættu fréttamenn frá RÚV sem mynduðu og tóku viðtöl við nokkur barnanna. Allir fengu svo glaðning hjá sveinka áður en haldið var heim á leið. Það var notalegt að koma í hlýjan leikskólann og beint í mat eftir gönguna þar sem kuldaboli var ansi áleitinn og sumum orðið svolítið kalt.

IMG_0019 IMG_0024 IMG_0026
IMG_0041 IMG_0045 IMG_0052
IMG_0054 IMG_0055 IMG_0059
IMG_0060 IMG_0064 IMG_1750
IMG_0050 IMG_0075 IMG_0062
IMG_0074 IMG_0078 IMG_0030