Litlu jólin

Í gær var mikið um dýrðir hjá okkur enda alltaf hátíð í bæ þegar Litlu jólin eru haldin. Í hádeginu fengum við hangikjöt og laufabrauð með tilheyrandi meðlæti og eftir hádegið birtust jólasveinarnir Pottaskefill og Skyrgámur. Ekki varð öllum um sel við heimsókn sveinkanna og því ósköp gott að hafa kennara, foreldra og aðra góða aðstandendur sér til halds og trausts. Dansað var kringum jólatréð við undirleik Bigga í Brekku, afa eins barnsins í leikskólanum. Allir fengu svo pakka frá jólasveinunum og að því búnu var slegið upp kaffihúsum í matsal og á deildum. Þá var ekki amalegt að gæða sér á nýbakaðri eplaköku, smákökum og kryddbrauði. Foreldrar og aðrir aðstandendur fá kærar þakkir fyrir ánægjulega stund í leikskólanum.

IMG_0110 IMG_0112 IMG_0115
IMG_0118 IMG_0125 IMG_0128
IMG_0129 IMG_0130 IMG_0137
IMG_0139 IMG_0141 IMG_0144
IMG_0145 IMG_0148 IMG_0149
IMG_0154 IMG_0156 IMG_0157
IMG_0159 IMG_0162 IMG_0166
IMG_0167 IMG_0169 IMG_0171
IMG_0172 IMG_0177 IMG_0147

IMG_0148

IMG_0158 IMG_0161
IMG_0163 IMG_0164 IMG_0168
IMG_0170 IMG_0171 IMG_0176