Heimsókn á Slökkvistöð Akureyrar

Í dag, 30. maí, buðu starfsmenn slökkvistöðvarinnar elsta árgangi leikskólanna á Akureyri og nærsveitum á uppskeruhátíð. Samstarf hefur verið milli slökkviliðsins og leikskólanna um eldvarnir og börnin verið svokallaðir „aðstoðarmenn slökkviliðsins“. Þau hafa farið í reglubundnar ferðir um leikskólann ásamt kennara og skoðað hvernig brunavörnum er háttað. Rúta sótti mannskapinn kl. 9:10 og síðan tók við ævintýraþrautabraut og grill þegar á slökkvistöðina kom. Það voru sælir og glaðir krakkar sem komu aftur í leikskólann að lokinni skemmtilegri ferð. Fleiri myndir eru komnar á myndasíðuna.