Dagur íslenskrar tungu

Á föstudaginn héldum við upp á Dag íslenskrar tungu með veglegri dagskrá þar sem allir nemendur leikskólans stigu á svið og fluttu atriði. Á Furunni sungu yngstu nemendur Uglulagið, nemendur Bjarkarinnar fluttu vísuna Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson og Öspin söng Drekalagið eftir Helgu Arnalds. Að því búnu hófst uppskeruhátíð á söguaðferðarverkefni Asparinnar sem að þessu sinni fjallaði um Dreka af öllum gerðum og stærðum. Verkefnið hefur staðið í sex vikur eða frá byrjun októbe. Kennsluaðferðir og efnistök hafa verið afar fjölbreytt og öll námssvið leikskólans rúmast þar innan borðs. Nemendur sýndu tónlistarleikhús, skuggaleikhús og bíómynd auk þess að vera með sýningu á drekunum sínum sem þau gerðu úr verðlausum efnivið. Foreldrar fá bestu þakkir fyrir komuna sem og vinir okkar í fyrsta bekk. Hér má skoða nokkrar myndir frá vel lukkuðum degi.