Kveðjudagur í dag

Síðustu vikur höfum við verið að kveðja elstu nemendur einn af öðrum og í dag eru tíu nemendur að hætta í Krummakoti. Þetta eru börn bæði úr elsta árgangi og eins börn sem eru að flytja annað með sínum foreldrum. Þá runnu samningar Birtu, Ivetu og Hildar út í dag og því er þetta síðasti vinnudagurinn þeirra. Það má því segja að í dag sé stóri kveðjudagurinn og því mikið um faðmlög og heillaóskir. Við þökkum fjölskyldum barnanna kærlega fyrir einstaklega góð samskipti og ánægjulegt samstarf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum slóðum. Birtu, Ivetu og Hildi þökkum við frábært samstarf og afbragðsgóð kynni og óskum þeim alls hins besta í því sem þær taka sér fyrir hendur. Hér má sjá myndir af kveðjustund í morgun.

IMG_7424 IMG_7425 IMG_7426 IMG_7430