Gjöf sem gleður

Á mánudaginn fengum við að gjöf trjákolla og stóla sem faðir eins nemanda leikskólans sagaði til og færði leikskólanum. Gjöfin er kærkomin og börnin alsæl með þessa nýju viðbót sem hefur verið í stöðugri notkun á lóðinni síðan. Það er gaman að sjá hvernig börnin brasa með efniviðinn og leikurinn þróast og fær nýjar víddir. Fjölskyldan fær innilegar þakkir fyrir gjöfina og hugulsemina.
IMG_4294 IMG_4296 IMG_4298 IMG_4299