Leikskólakennari ráðinn

Vegna námsleyfa og annarra leyfa starfsfólks í október er búið að ráða Ingibjörgu Hallgrímsdóttur leikskólakennara í tímabundna stöðu við leikskólann. Ingibjörg verður hjá okkur allan októbermánuð og mun leysa af á deildum eftir þörfum hverju sinni. Við bjóðum Ingibjörgu hjartanlega velkomna í starfsmannahóp Krummakots.