Nemar frá Háskólanum á Akureyri

Þessa viku verða tveir kennaranemar á öðru ári við Háskólann á Akureyri hjá okkur í vettvangsnámi, þær Steinunn Erla og Íris Björk. Á þessum tíma fá nemarnir haldgóða innsýn í stefnu og starfsemi leikskólans og kynnast starfinu á öllum deildum. Krummakot hefur síðustu ár verið í samstarfi við HA um vettvangsnám og æfingakennslu og er ánægjulegt að taka þátt í því samstarfi.