Björgunaræfing í Krummakoti

Björgunaræfingin síðast liðinn miðvikudag gekk ljómandi vel eins og fram kom í tölvupósti til foreldra eftir æfinguna. Önnur æfing verður næstkomandi fimmtudag, 22. október klukkan 9:20. Þetta er gert til að æfa betur þau atriði sem betur máttu fara í síðustu æfingu og tryggja þannig öryggi sem allra best.