Samstarf leik- og grunnskóla

Það voru kærkomnir endurfundir hjá elstu nemendum leikskólans og 1. bekkingum þegar þeir síðarnefndu komu í heimsókn í „gamla“ leikskólann sinn s.l. þriðjudag. Mikið var spjallað og leikið og höfðu börnin á orði þegar þau fóru að þetta hefði verið „stuttasti tími sem hægt væri að hafa í heimsókn“. Næsta heimsókn 1. bekkinga í Krummakot er 5. nóvember.