Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu er hefð fyrir því að halda stutta dagskrá í Krummakoti þar sem allir nemendur stíga á svið og flytja þulu eða syngja lag. Nemendum í fyrsta bekk er boðið á skemmtunina og foreldrar eru velkomnir eins og alltaf. Hér má sjá mynd af hverri deild eða árgangi þegar flutningurinn fór fram.