Jólaverkstæði með nemendum 6. bekkjar

Í dag komu nemendur úr 6. bekk grunnskólans og aðstoðuðu okkar nemendur við jólaföndur. Alls komu tuttugu og þrír nemendur og fóru sjö til átta á hverja deild þar sem búið var að undirbúa þrjár jólastöðvar. Allt gekk eins og í sögu og það var mjög gaman að sjá hversu vel nemendurnir náðu saman bæði í leik og föndri. Hér má sjá nokkrar myndir frá samstarfinu.