Ráðning leikskólakennara

Búið er að ráða Margréti Hrund Kristjánsdóttur leikskólakennara til starfa við leikskólann. Margrét eða Magga eins og hún er oftast kölluð verður á Furunni út þetta skólaár en þar fjölgar nú nemendum jafnt og þétt. Vinnutími Möggu verður frá 8:00 – 15:00 alla daga. Við bjóðum Möggu hjartanlega velkomna í starfsmannahóp Krummakots.

IMG_0318