7. bekkingar lesa í leikskólanum

Á þriðjudögum koma nemendur úr 7. bekk í heimsókn og lesa fyrir nemendur leikskólans. Þrír nemendur koma í einu og fer einn á hverja deild og les bók sem hentar hverjum aldurshópi. Þetta samstarfsverkefni er bæði gefandi og gagnlegt fyrir alla og stendur frá október og fram að stóru upplestrarkeppninni í febrúar/mars.