Uppskeruhátíð hjá Björk og Uglum

Í dag var uppskeruhátíð á söguaðferðarverkefninu sem nemendur á Björkinni og Uglurnar á Öspinni hafa verið vinna í hópastarfi frá páskum. Verkefnið fjallaði um kurteisi og mikilvægi þess að eiga góða vini. Aðalpersónan, Boggi, var lítill apaköttur í Afríku sem missti heimilið sitt í fellibyl. Ævintýrið fjallaði um hvernig hann eignaðist bæði vini og heimili eftir töluvert andstreymi. Börnin sungu, spiluðu á hljóðfæri og dönsuðu fyrir foreldra sína auk þess sem foreldrum gafst kostur á að skoða teikningar, grímur og frumskógardýr sem börnin unnu meðan á verkefninu stóð.