Sveitarferð

Í síðustu viku var farið í sveitarferð í Kristnes með þriggja til sex ára nemendur.
Bændur í Kristnesi, Beate, Helgi og Þór, tóku afskaplega vel á móti hópnum og sýndu börnunum dýrin á bænum en þar er fjölbreytileikinn öllu meiri en gengur og gerist á bóndabæjum landsins; kýr, kindur, svín, geitur, fasani, hestar, köttur, hænsni og gullfiskar. Þegar börnin voru spurð hvað hefði verið áhugaverðast voru svörin á ýmsa vegu en augljóst að allir höfðu haft mikla ánægju af heimsókninni.