Sumarstarfið

Sumarstarfið í Krummakoti hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt enda veðrið leikið við okkur flesta daga. Farnar voru fjölmargar vettvangsferðir um nágrennið og meira segja lögðu þrír elstu árgangarnir á sig ferð alla leið í Botnsskóg til að efla þol og grenndarþekkingu sína. Helsta nýbreytnin í starfinu var útivika í Aldísarlundi hjá nemendum á Öspinni þar sem þau dvöldu allan daginn í eina viku í skóginum og unnu ýmis konar náttúrutengd verkefni, grilluðu, poppuðu og elduðu á fína útieldstæðinu okkar. Við hvetjum foreldra og aðra gesti til að leggja leið sína í Aldísarlund í sumar og skoða ljóð eftir nemendur Asparinnar sem hanga í Ljóðalundi og einnig risastóran og litríkan kóngullóarvef sem nemendur Bjarkarinnar unnu og hafa komið fyrir í skóginum.