Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar tungu með því að allir nemendur leikskólans komu saman á Öspinni þar sem búið var að útbúa svið úr holukubbunum og áhorfendasvæði þar fyrir framan. Nemendur á öllum deildum stigu á svið og sungu fyrir gestina sem voru auk annarra nemenda leikskólans og starfsfólk, nemendur 1. bekkjar og nokkrir úr hópi foreldra. Til hamingju með daginn og munum að á íslensku má alltaf finna svar en það var einmitt textinn sem elstu nemendur fluttu.