Jólaverkstæði á öllum deildum

Í dag var hinn árlegi jólaverkstæðisdagur í Krummakoti. Settar voru upp föndurstöðvar á öllum deildum og nemendur úr 6. bekk grunnskólans komu og aðstoðuðu leikskólanemendur eftir föngum. Fallegir skrautmunir litu dagsins ljós og munu sumir þeirra prýða fallega jólatréð sem foreldrafélagið gaf skólanum í byrjun aðventunnar. Einnig voru útbúin jólatré, snjókarlar, hreindýr og fleira fallegt skraut. Lögð er áhersla á endurnýtingu og mátti sjá gömul púsl, trjágreinar, plastkeilur og skeljar öðlast nýtt líf eftir verkstæðisvinnuna. Einstakur dagur og fá 6. bekkingar innilegar þakkir fyrir gott og gefandi samstarf.