Greinargerð um umhverfisstarf Krummakots

Á dögunum sendi leikskólinn frá sér greinargerð til Landverndar um umhverfisstarf leikskólans síðast liðin tvö ár. Krummakot er Skóli á grænni grein sem er umhverfisverkefni á vegum Landverndar sem skólum stendur til boða að taka þátt í. Krummakot hefur fengið viðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd í þrígang og vonumst við eftir endurnýjaðri viðurkenningu í haust. Á tveggja ára fresti skilar skólinn skýrslu um starfið og óskar eftir úttekt frá Landvernd. Úttektin fer fram 12. júní n.k. en þá kemur fulltrúi frá samtökunum og kynnir sér umhverfisstarf skólans. Hér má kynna sér greinargerðina sem sýnir fjölbreytt og metnaðarfullt starf skólans.