Aðalfundur foreldrafélags/foreldraráðs Krummakots

Aðalfundurinn verður haldinn 26. september
kl. 20.30 í Krummakoti.

Að honum loknum stendur leikskólinn fyrir kynningu á skólastarfinu og þeim áherslum sem lagðar eru fyrir veturinn.

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  • Leikskólastjóri setur fundinn
  • Árskýrsla foreldrafélagsins
  • Reikningar félagsins
  • Kosning í stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðs
  • Önnur mál

 

  • Kynning leikskólastjóra á starfi skólans
  • Kynning kennara á starfi hverrar deildar

 

Kaffi, te, og bakkelsi í boði félagsins og skólans.

 

Þörf er á tveim nýjum fulltrúum í stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðsins. Hvetjum alla til að bjóða sig fram og taka þátt í þessu skemmtilega starfi!

Sýnum leikskóla barnanna okkar áhuga og mætum vel.

 

Kveðja frá stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðs