Entries by admin

Fréttir frá leikskóladeild

Þá er þessi fyrsta vika eftir páskafrí liðin. Við á leikskóladeild höfum nýtt góða veðrið í útiveru. Í dag föstudag er búningadagur hjá okkur og hér voru mættar í morgun allavega furðuverur og hetjur sem hafa skemmt sér vel í dag bæði úti og inni. Í morgun hittumst við öll á Furunni og sungum saman […]

Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður kemur til starfa á leikskóladeild 3. mars. Hún heitir Linda Brá Sveinsdóttir og verður aðallega í afleysingum. Við bjóðum Lindu hjartanlega velkomna til starfa

Frá Foreldrafélaginu

Þá er það komið á hreint!! Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður nemendum Krummakots boðið á leiksýningu Freyvangsleikhússins um Dýrin í Hálsaskógi. Dagana 1.-3. mars munu skráningalistar hanga á töflunum við hverja deild og er óskað eftir því að þeir foreldrar sem ætla að nýta þetta boð skrái börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi sem einnig […]

Foreldrafélag Krummakots auglýsir – Ágætu foreldrar

Eins og kannski flestir vita frumsýnir Freyvangsleikhúsið barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi um næstu helgi. Foreldrafélagið hefur hug á því að bjóða nemendum Krummakots á sýningu na og er laugardagurinn 27. febrúar í sigtinu, en það kemur betur í ljós er nær dregur. Við munum óska eftir skráningu í vikunni fyrir áætlaða sýningarhelgi svo við getum […]

Dagur leikskólans 6. febrúar

Þann 6. febrúar n.k. er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Daginn ber að þessu sinni upp á laugardag og því er mælst til þess að honum verði fagnað í leikskólum föstudaginn 5. febrúar. Leikskólakennarar munu þennan […]