Entries by leikskoli

Leikskólinn opnar að nýju

Þriðjudaginn 7. ágúst kl. 12:00 opnar leikskólinn að nýju eftir sumarlokun. Föstudaginn 10. ágúst er starfsdagur allan daginn í leikskólanum. Það er komið til vegna ráðstefnu sem hluti starfsmanna sækir í Reykjavík og flytja þar erindi um söguaðferðina sem verið er að vinna með hér í leikskólanum. Ný börn byrja í aðlögun mánudaginn 13. ágúst. […]

Sumarfrí

Starfsfólk Krummakots óskar ykkur ánægjulegs sumars.   Myndir frá síðasta skóladeginum fyrir sumarfrí.

Ráðning aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar

Búið er að ráða Hugrúnu Sigmundsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar en fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Hugrún er fráfarandi leikskólastjóri á Pálmholti á Akureyri og hefur áralangan og farsælan feril að baki sem stjórnandi. Bjóðum við hana velkomna til starfa á Krummakoti

Skrúðganga og fuglaþema

Í dag fórum við í skrúðgöngu um hverfið. Börnin voru ýmist með fána, kórónur með íslenska fánanum og/eða hljóðfæri. Við sungum „Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Það er kominn 17. júní“ auk þess sem þau sungum ættjarðarlög.   Fuglaþema Börnin eru búin að vera að vinna með og fræðast um fugla í tvær […]

Sumarstarfið

Í sumar mun hefðbundið leikskólastarf eins og ferðir í íþróttahús, tónlistartímar og hópastarf liggja niðri en áherslan verður þeim mun meira á útiveru og verkefni sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. Fuglaþema verður vikurnar 4.-15. Júní. Þá fræðast börnin um fugla, fara í vettvangsferðir og skoða fugla og fuglabækur. Við bendum á skemmtilegan fuglavefi sem börn […]

Krummdagur 24. maí

Vorhátíð leikskólans, Krummadagur, verður fimmtudaginn 24. maí klukkan 14:00-16:00. Byrjað verður á sýningu í Laugarborg þar sem börn sýna atriði frá hverri deild. Einnig verða söngatriði og sameiginlegur dans. Eftir sýninguna fara allir í leikskólann þar sem við höldum áfram með hátíðina úti á leikskólalóðinni og inni. Foreldrafélagið býður upp á veitingar og listaverk barnanna […]

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Um leið og við þökkum foreldrum, börnum og öðrum aðstandendum fyrir veturinn óskum við ykkur gleðilegs sumars. Við minnum á að fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, er lokað í leikskólanum og einnig föstudaginn 20. apríl sem er starfsdagur.

Páskafrí og sýning

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska langar okkur að vekja athygli ykkar á sýningu sem hefur verið sett upp í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Sýningin er afrakstur samvinnuverkefnis sem unnið var með 5. ára börnum í leikskólanum og 1. bekk Hrafnagilsskóla. Njótið samvistanna! Starfsfólk Krummakots

Ömmu- og afakaffi

Á föstudaginn 23. mars fékk leikskólinn góða gesti í heimsókn. Þá var ömmum og öfum boðið í kaffi í leikskólann. Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta og gæða sér á kaffi og múffum sem börnin höfðu bakað í vikunni. Hér er að finna myndir frá ömmu- og afakaffinu.