Ný heimasíða

Komið þið sæl.

Okkur er sönn ánægja að deila með ykkur nýrri heimasíðu, sem er enn í vinnslu. Endilega kíkíð inn! 🙂

Fréttabréf

22.sept 2017

Aðalfundur foreldrafélags/foreldraráðs Krummakots

Aðalfundurinn verður haldinn 26. september
kl. 20.30 í Krummakoti.

Að honum loknum stendur leikskólinn fyrir kynningu á skólastarfinu og þeim áherslum sem lagðar eru fyrir veturinn.

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 • Leikskólastjóri setur fundinn
 • Árskýrsla foreldrafélagsins
 • Reikningar félagsins
 • Kosning í stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðs
 • Önnur mál

 

 • Kynning leikskólastjóra á starfi skólans
 • Kynning kennara á starfi hverrar deildar

 

Kaffi, te, og bakkelsi í boði félagsins og skólans.

 

Þörf er á tveim nýjum fulltrúum í stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðsins. Hvetjum alla til að bjóða sig fram og taka þátt í þessu skemmtilega starfi!

Sýnum leikskóla barnanna okkar áhuga og mætum vel.

 

Kveðja frá stjórn foreldrafélagsins/foreldraráðs

 

Facebook síða

ru foreldrar.

Við höfum tekið í notkun nýja facebook síðu og ber hún nafnið Fjölskyldusíða Krummakots.

Við bjóðum alla foreldra velkomna á þessa síðu og munum halda áfram að þróa hana.

Tilgangur síðurnar er að foreldrar geti fylgst betur með daglegu starfi.

Heimasíða er í endurskoðun og mun það taka tíma að koma þeim málum í lag.

leikskoladagatal-2017-2018_samþykkt

Krummadagurinn 2. júní

Vorhátíð Krummakots, Krummadagurinn var haldinn 2. júní s.l. Hátíðin var haldin í tónlistarhúsinu Laugarborg sem er í göngufæri við leikskólann. Allir nemendur leikskólans komu fram á sviði og sungu fyrir foreldra sína og aðra góða gesti. Í lok dagskrárinnar voru elstu nemendur útskrifaðir með pomp og prakt og fengu þeir bæði útskriftarskjal og birkiplöntu að gjöf frá leikskólanum ásamt hamingju- og heillaóskum frá öllu starfsfólki leikskólans. Eftir útskriftina tók foreldrafélagið við og bauð upp á grillaðar pylsur á leikskólalóðinni, andlitsmálun og hesta. Hér má sjá myndir frá Laugarborg.

Greinargerð um umhverfisstarf Krummakots

Á dögunum sendi leikskólinn frá sér greinargerð til Landverndar um umhverfisstarf leikskólans síðast liðin tvö ár. Krummakot er Skóli á grænni grein sem er umhverfisverkefni á vegum Landverndar sem skólum stendur til boða að taka þátt í. Krummakot hefur fengið viðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd í þrígang og vonumst við eftir endurnýjaðri viðurkenningu í haust. Á tveggja ára fresti skilar skólinn skýrslu um starfið og óskar eftir úttekt frá Landvernd. Úttektin fer fram 12. júní n.k. en þá kemur fulltrúi frá samtökunum og kynnir sér umhverfisstarf skólans. Hér má kynna sér greinargerðina sem sýnir fjölbreytt og metnaðarfullt starf skólans.

 

 

Matseðill fyrir júní og júlí er kominn á heimasíðuna

http://leikskoli.krummi.is/matsedill-april-2011/matsedill_juni_juli-2017/

Styrkur úr Sprotasjóði

Á dögunum fékk leikskólinn Krummakot úthlutað styrk frá Sprotasjóði til að vinna markvissar með spjaldtölvur í leikskólanum með áherslu á vinnu við Söguaðferð. Verkefnið ber heitið Ævintýrin allt um kring – snjallir krakkar og kennarar á 21. öldinni.  Áhersla er lögð á móðurmál í stafrænum heimi og lærdómssamfélag í skólastarfi.
Markmiðið er:

 • Að þróa nýjar leiðir til að vinna með Söguaðferðina í skólastarfi.
 • Að efla mál leikskólabarna með nýjum kennsluaðferðum og stafrænni tækni.
 • Að þróa nýjar leiðir til að vinna með móðurmálið á skapandi hátt.
 • Að efla færni og kunnáttu starfsmanna í að nota snjalltækni í starfi með börnum.

Alls fékkst styrkur að upphæð 1.700.000 kr. Við hlökkum mikið til að þróa og innleiða þessa nýbreytni í skólastarfið næsta haust.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Sjá: http://www.sprotasjodur.is/