Mikil áhersla er lögð á að matseðill leikskólans sé í samræmi við manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Eldað er í Mötuneyti Eyjafjarðarsveitar og maturinn fluttur í hitakassa í leikskólann. Reglulega er næringarfræðingur fenginn til að gera úttekt á matseðlum mötuneytisins og hafa þeir fengið mjög góða umsögn. Í morgunmat bjóðum við upp á hafragraut alla daga. Einnig er alltaf annað hvort súrmjólk eða mjólk og kornmeti á morgunverðarborðinu, cherioos, koddar eða kornfleks. Ávextir eru í boði alla morgna og þegar súrmjólk er bjóðum við upp á ávexti út á hana. Öll börn taka lýsi í leikskólanum nema boð um annað komi frá foreldrum. Ekki er boðið upp á púðursykur eða rúsínur og salt er haft í algjöru lágmarki í hafragrautinn.
Í nónhressingu er boðið upp á matarbrauð og/eða hrökkbrauð og fjölbreytt álegg og ávexti alla daga. Einu sinni í viku er heimabakað brauð, ýmist matarbrauð, döðlu-, krydd- eða bananabrauð. Lögð er áhersla á að halda sykurmagni í lágmarki.

 MATSEÐIL okt 2017 (1)
Matseðill_Júní_Júlí 2017
Matseðill_Maí 2017

Matseðill_Apríl 2017
Matseðill_Mars 2017
Matseðill_Febrúar 2017

Matseðill_Janúar 2017

matsedill_desember-2016

matsedill_november-2016

matsedill_oktober-2016

Matseðill_September 2016

Matseðill_Ágúst 2016

Matseðill_Júní og júlí 2016

Matseðill_Maí 2016
Matseðill_Apríl 2016
Matseðill_Mars 2016
Matseðill_Febrúar 2016

Matseðill_Janúar 2016

Matseðill_Desember 2015

Matseðill_ Nóvember 2015

Matseðill_Október 2015

Matseðill_September 2015

Matseðill_Águst 2015