Eikin – Föstudagsfréttir 6. nóvember

Erum búin að gera margt skemmtilegt í vikunni. Á þriðjudaginn fórum við í tónlist hjá Maríu. Eftir það héldu nokkrir nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar tónleika fyrir allan leikskólann.  Á miðvikudaginn fórum við í íþróttahúsið og spiluðum hokkí og tennis. Í hópastarfi á fimmtudaginn gerðum við rosalega falleg málverk. Límdum fyrst tusku á tréplatta, máluðum yfir og settum svo sand út í málninguna og máluðum með því. Þetta var frjálslegt og skemmtilegt verkefni sem unnin voru af miklum listamönnum.

Í dag, föstudag, var sameiginleg söngstund á Björkinni. Allur leikskólinn kom saman og sungin voru nokkur lög. Því næst var opið á milli deilda og þá gátu börnin ráðið á hvaða deild þau færu. Sumir flökkuðu á milli deilda meðan aðrir festu sig á einum stað.