Páksafréttir

Í gærmorgun framkvæmdum við rýmingu út húsinu, og fórum eftir björgunaráætluninni sem við erum með.  Allt gekk þetta að mestu hnökralaust fyrir sig og voru allir komnir út á lóð og búið að athuga að allir væru mættir á 5 mínútum.  Aðalhetjurnar voru auðvitað þau sem þurftu að fara niður hringstigann að utan á Eikinni en allir stóðu sig með prýði.  Slökkviliðið kom og fylgdist með okkur.  Það sem við þurftum helst að laga eru festingar sem Davíð húsvörður sér um fyrir okkur, þannig að við erum mjög sátt með æfinguna.

Leikritið frá MA verður svo á þriðjudaginn kemur kl.10:00 í Laugaborg og eru foreldrar og systkini velkomin með.

Þar sem líður senn að Páskum ætlar Guðmundur Guðmundsson presturinn okkar að koma og heimsækja okkur eftir hádegi á þriðjudaginn og ræða um Páskana.  Við óskum ykkur gleðilegra Páska.