Breytingar á skólagjöldum í Krummakoti

Leikskólagjöld í Krummakoti

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskóla á fundi sínum 14. des. 2012:
Gjaldskrá leikskóla verður lækkuð og verður kr. 2.500.- pr. vistunartíma.
Afsláttur verður hækkaður þannig að:
30% afsláttur veittur vegna annars barn. Var 25%
60% afsláttur vegna þriðja barns. Var 50%
Ekkert leikskólagjald verði greitt fyrir fjórða barn. Óbreytt
Afsláttur á leikskólagjöldum barna þar sem báðir foreldrar eru atvinnulausir, eða í námi, eða annað foreldrið atvinnulaust og hitt í námi verði 33,33%. Var ekki sérstakur afsláttur.
Vistunargjöld í skólavistun í grunnskóla verði hækkuð í kr. 200.- per klst. Var kr. 166.-
Ofangreindar breytingar taka gildi 1. ágúst 2013.

Ath. Í þeim tilfellum sem báðir foreldrar eru í fullu námi þarf að skila inn skólavottorðum til að fá lækkað skólagjald.