Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólanum í gær með ýmsum hætti. Byrjað var á að draga fána að húni strax um morguninn en klukkan 9:00 var haldin sýning á Öspinni á þemavinnu sem börnin þar hafa verið að vinna undanfarna fjóra mánuði út frá skoskri aðferð sem nefnsit söguaðferð (story line). Þar er námssviðum leikskólans fléttað saman og unnið með myndsköpun, hugmyndaflug, ritun, læsi, hreyfingu, lausnarleit, grenndarkennslu, umhverfismennt, málrækt, tónlist, félagsfærni, jafnrétti og lýðræði. Þó svo að vinnuferlið sjálft skipti mestu máli var einstaklega gaman að bjóða foreldrum og fjölskyldum barnanna ásamt 1. bekk, sveitarstjóra, skólastjóra Hrafnagilsskóla og formanni skólanefndar að koma og sjá afraksturinn í máli og myndum. Deginum áður höfðu börnin fengið heimsókn frá Yrpu sem var aðalpersónan í sögunni en enginn vissi hver var fyrr en tröllastelpan birtist ljóslifandi í leikskólanum. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókn hennar og sýningunni sjálfri.

IMG_0458 IMG_0460

IMG_0230

IMG_0468 - Copy IMG_0478 - Copy IMG_0487 - Copy
IMG_0485 IMG_0489 - Copy IMG_1541
IMG_0496 IMG_0495 - Copy IMG_0241
IMG_0235 IMG_0237 IMG_0239
IMG_0234 IMG_0467 - Copy IMG_0498 - Copy
IMG_0500 IMG_0501 IMG_0507
IMG_0502 IMG_0503 IMG_0506
IMG_0511 IMG_0513 IMG_0512