Öskudagur í Krummakoti

Hér á bæ hefur verið glatt á hjalla og mikið um að vera í allan dag. Langflest börnin mættu í búningum og gaman að sjá fíla, ofurhetjur, prinsessur, mótorhjólakappa, fiðrildi, sjóræningja og alls kyns aðrar furðuverur skemmta sér saman án teljandi vandræða. Starfsfólkið tók líka fullan þátt í deginum og mætti í búningum sem sumir hverjir voru svo raunverulegir að það fór um foreldra að sjá sjúkraumbúðir og mar í andliti eins kennarans 🙂 Þau börn sem vildu fengu andlitsmálun og síðan fóru börnin í hópum milli deilda  og sungu fyrir saltstöngum og ávöxtum. Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni og þegar loksins tókst að gera gat á tunnuna þeyttust litlir popppokar út um allt gólf.  Síðan var slegið upp grímuballi í matsalnum þar sem dansað var af lífi og sál.

IMG_0253[1] IMG_0259[1] IMG_0264[1]
IMG_0266[1] IMG_0270[1] IMG_0276[1]
IMG_0285[1] IMG_0297[1] IMG_0304[1]