Danskennsla framundan

Danskennslan byrjar fimmtudaginn 7. mars fyrir þrjá elstu árgangana í leikskólanum. Það eru börnin á Björk og Ösp, fædd 2007, 2008 og 2009 sem fá danskennslu og er hún foreldrum að kostnaðarlausu. Elín Halldórsdóttir danskennari mun annast kennsluna eins og undanfarin ár. Kennt verður á Öspinni, alls 8 skipti, en síðasta skiptið verður foreldrum boðið að koma á danssýningu. Hver tími tekur 30 mínútur og verða árgangar saman. Staðsetning kennslunnar verður á Öspinni (við hliðina á matsalnum). Skipting og tími verður sem hér segir:

Fálkar (2007) kl. 9:50 – 10:20

Uglur (2008) kl. 10:25 – 10:55

Björk (2009) kl 11:00 – 11:30

Tímarnir verða á fimmtudögum, 7., 14., og 21. mars, 4., 11. og 18. apríl. Síðasti danskennslutíminn verður miðvikudaginn 24. apríl og svo verður danssýningin fyrir foreldra fimmtudaginn 2. maí og sömu tímasetningar.