Fundur í umhverfisnefnd Krummakots

Í vikunni var haldinn umhverfisfundur í leikskólanum. Auk fastra fulltrúa í nefndinni voru boðaðir tengiliðir frá hverri deild. Elstu nemendur leikskólans mættu á hluta fundarins og eru þau öll í nefndinni. Rætt var um umhverfissáttmálann okkar og hvernig við getum passað sem best upp á umhverfið í leikskólanum. Ákveðið var að taka upp sérstaka gátlista sem kennarar og nemendur á elstu deild merkja inn á. Þau ætla að fara í reglulegar eftirlitsferðir um leikskólann og skrá hvort flokkun sé rétt, hvort sé snyrtilegt á deildum, hvort lóðin sé snyrtileg, hvort vel sé hugsað um tré og runna á lóðinni og hvort merkingar séu á flokkunarkössum, við rofa og vaska. Töluverð umræða fór í að finna nafn á eftirlitsfulltrúana og komu ýmsar hugmyndir fram, t.d. umhverfisgátlistaeftirlitsmennirnir, græna þruman, skógarpúkarnir og varðliðar umhverfisins. Ákveðið var að ræða starfsheitið betur á deildinni þegar allir væru mættir í hópinn.

IMG_0970 IMG_0971 IMG_0972
IMG_0973 IMG_0975 IMG_0977