Furubörnin í íþróttahúsið

Kennarar á Furunni örkuðu með öll börnin í íþróttahúsið í gær og var það frábær upplifun, bæði fyrir nemendur og kennara. Börnin nutu sín í botn og fengu mjög góða útrás. Sett voru upp nokkur tæki sem börnin gátu klifrað upp á og skriðið undir. Einnig var leikið með
bolta og farið í kaðlana. Stefnt er að því að halda ferðum í íþróttahúsið áfram fram á vorið. Myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf.

DSC00985 DSC00993 DSC00987
DSC00996 DSC01003 DSC01011
DSC01033 DSC01071 DSC00978