Undirbúningur fyrir afa- og ömmukaffi

Í síðustu viku voru nemendur á öllum deildum að baka súkkulaðitebollur sem síðan var boðið uppá í afa- og ömmukaffiboðinu á föstudaginn var. Baksturinn gekk ljómandi vel og mikil ánægja og tilhlökkun hjá börnunum að fá fólkið sitt í heimsókn. Ekki spillti það fyrir í bakstrinum að fá að skafa deigskálina að innan í lokin og smakka á góðgætinu 🙂

IMG_1082 IMG_1089 IMG_1507
IMG_1514 IMG_1218 IMG_1219