Afa- og ömmukaffi í Krummakoti

Mikil ánægja var með kaffiboðið sem leikskólinn hélt fyrir afa og ömmur leikskólabarnanna s.l. föstudag. Mæting var einstaklega góð og gaman að sjá hvað sumir lögðu á sig langa leið til að eiga samverustund með barnabörnunum í leikskólanum. Veitingarnar sem börnin höfðu útbúið runnu ljúflega niður og svo var jafnvel gripið í spil og bækur og afskaplega rólegt og notalegt yfirbragð yfir mannskapnum. Gestirnir okkar fá kærar þakkir fyrir komuna. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum en fleiri verða settar á myndasvæði deilda.

IMG_1175 IMG_1177 IMG_1179
321 331 336
337 IMG_1299 IMG_1274