Sænskir leikskólakennaranemar

Í síðustu viku fengum við tvo sænska leikskólakennaranema til okkar, þau Önnu og Jonatan, og verða þau í vettvangsnámi hjá okkur fram í miðjan maí. Þau koma frá háskólanum í Visby á Gotlandi og eru að ljúka sínu öðru ári í leikskólakennarafræðum. Helen deildarstjóri á Öspinni sér um handleiðsluna og munu þau því aðallega vera á Öspinni þennan tíma en munu einnig kynna sér starfið á hinum deildunum. Anna og Jonatan munu vinna ýmis verkefni tengd sínu námi og verða stærðfræðitengdir leikir og verkefni ásamt útikennslu þar á meðal. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Krummakot.

IMG_1339

Anna og Jonatan