Náms- og kynnisferð starfsfólks Krummakots

Á morgun halda þrettán starfsmenn leikskólans ásamt níu manna hópi úr leikskólanum Álfasteini í náms- og kynnisferð til New York. Þar mun starfsfólk sitja námskeið í tvo daga ogh læra meira um agastefnuna okkar, jákvæðan aga (positive dicipline). Þriðja vinnudaginn verða skoðaðir leikskólar, annar er með sérstaka áherslu á notkun einingarkubba en hinn leggur áherslu á fjölmenningu. Leikskólinn er lokaður 26., 29. og 30. maí vegna þessara námskeiðs- og skipulagsdaga. Við opnum aftur fimmtudaginn 2. maí og minnum á danssýninguna þann dag sem foreldrar eru velkomnir á.