Danssýning

Á fimmtudaginn var síðasti danstíminn hjá Elínu og var foreldrum boðið að koma og fylgjast með sínum börnum. Sýningin var einstaklega fjölbreytt og mismunandi dansar sem voru æfðir í hverjum aldurshópi. Dansar eins og Andrés Önd, Súperman, Kubbahús, Systkinadansinn og Gangman style voru sérstaklega vinsælir en einnig dönsuðu börnin sömbu, vínarvals og ýmsa aðra dansa. Foreldrar fengu líka að spreyta sig þegar börnin buðu þeim upp í dans með fallegri hneigingu. Í dansinum þjálfast ótal margt, s.s. hreyfing, samvinna, virðing, hlustun, samhæfing, söngur, taktur og að fara eftir fyrirmælum. Börnin hafa virkilega notið tímanna og þau fáu sem voru tortryggin í byrjun hafa öll tekið miklum framförum. Það er einstakt að geta boðið upp á þessa tíma án þess að til komi aukakostnaður á foreldra. Aldeilis frábært framtak hjá sveitarfélaginu 🙂 Elín danskennari fær bestu þakkir fyrir frábæra tíma og samstarf í vetur.

IMG_9084 IMG_0381 IMG_0387
IMG_0384 IMG_0396 IMG_0402
IMG_0406 IMG_0408 IMG_0415
IMG_0416 IMG_0423 IMG_1601
IMG_1603 IMG_1896 IMG_1899
IMG_1907 IMG_1936 IMG_1946