Gönguferð með nesti

Á föstudag fóru allar deildir í leiðangur með nesti, hver á sinn stað. Veðrið lék við okkur og mikil gleði og tilhlökkun í mannskapnum. Furan gerði sér ferð á lóð grunnskólans, Björkin arkaði í Jólagarðinn, Uglurnar trítluðu upp í Aldísarlund og Fálkarnir brugðu sér austur yfir á með sitt nesti. Margt bar fyrir augu, t.d. köttur, íslenskar landnámshænur, lífríki árinnar, fyrstu vorblómin og margt, margt fleira. Yndislegt að borða nesti úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðunum.

IMG_1284 IMG_1285 IMG_1297
IMG_1989 IMG_2008 IMG_2035
IMG_1820 IMG_1766 IMG_1847
IMG_1739 IMG_1741 IMG_1745